Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 111 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR PAPPÍRSENGILL 6. Klipptu tvær ræmur af kjólapappírnum fyrir ermar. Lengd ermanna er frá fingrum til fingra á höndum. Límdu lengri hlið ermanna saman í einn hólk. Brjóttu ermaopið inn um 1 cm og límdu fast. Settu handleggina inn í ermahólkinn, límdu ermarnar saman um 1 cm frá úlnliðunum. Festu með klemmu á meðan límið þornar. 7. Klipptu kjólabútana eftir sniðinu. Til að búa til kjólinn þarftu 14–18 búta. Settu kjólabútana saman með því að líma þá í hring. 8. Brjóttu um 1 cm fald inn á rönguna. Settu fínan vír inn í faldinn og límdu faldinn. Notaðu þvottaklemmur til að festa á meðan límið þornar. 9. Klipptu smá bút úr miðju kjólsins: Settu kjólinn yfir pappabúkinn. Klipptu aðeins upp í efri brúnina á kjólnum svo hann fari betur. Límdu efri hluta kjólsins við búkinn. 10. Brjóttu ermahólkinn í tvennt í miðjunni. Límdu handleggina á sinn stað ofarlega á keilulaga búkinn. 11. Sprautaðu lími inní höfuðið, settu smá eldhúspappír og svo meira lím. Festu höfuðið þétt efst á keiluna. Snúðu höfðinu svo það festist vel. Miðjan á ermunum á að vera beint fyrir neðan höfuðið að aftan. Klipptu ræmu af kjólapappírnum og klæddu efsta hluta búksins með henni þar sem höfuðið og búkurinn mætast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=