Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 110 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR PAPPÍRSENGILL EFNISÞÖRF: * um 4 m af pappírssnæri (sem hægt er að fletta í sundur) twisted paper cord) * 1, 2 m af silfur/gullsnæri * postulínshöfuð og -hendur eða misstórar trékúlur * þykkt pappakarton fyrir búkinn * þykkt pappakarton fyrir vængina * fíngerðan vír fyrir kjólfaldinn og sjalið * 30 cm grófari vír fyrir handleggina * 50 cm gull/silfursnúru * gull/silfurmálning * lím * límband ÁHÖLD: skæri vírklippur hefti títuprjónar þvottaklemmur penni 1. Opnaðu pappírssnærið varlega. Rúllaðu kjóla- og sjalapappírnum laust upp. 2. Klipptu vængina úr þykku pappakartoni. Málaðu þá með gull/silfurmálningu. Þegar þú málar vængina skaltu halda í brúnina á þeim með þvottaklemmu svo fingurnir óhreinkist ekki. Leyfðu vængjunum að þorna. 3. Gerðu keilulaga búkinn úr pappakartoni. Festu brúnirnar sama með heftara og límbandi. 4. Klipptu um 6 cm ræmur úr kjólapappírnum. Límdu ræmurnar á neðri brún keilunnar þannig að um 1 cm brettist inn undir á rönguna. 5. Settu nokkra dropa af lími í gatið í höndunum, settu smá eldhúspappír inní gatið og settu hendurnar á endana á vírnum. Klipptu 2 cm ræmu af kjólapappírnum og límdu og vefðu utan um únliðina. Pappírinn festir vírinn við hendurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=