Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 103 TEXTÍLL OG AÐRAR AÐFERÐIR TUSKUDÚKKA Efnisþörf: * þunnt teygjuefni 40 cm x 40 cm í dúkkuna, höfuðið og búkinn * tróð * bútar af teygjuefni í samfesting dúkkunnar * perlugarn Aðferð: 1. Teiknaðu hring innan í efnisferninginn laust með blýanti. Þvermál hringsins á að vera 15 cm (= höfuð dúkkunnar). 2. Teiknaðu í hvert horn, um 1 cm frá miðjum hringnum, hringi sem eru 5 cm í þvermál (hendur og fætur). 3. Saumaðu í útlínur hvers hrings smá þræðispor með tvöföldu perlugarni. Því smærri sem sporin eru því jafnari verður rykkingin. Skildu eftir um 10 cm langan spotta í byrjun og enda saumsins svo hægt sé að þrengja opið eftir að búið er að fylla með tróði. 4. Dúkkuhöfuðið: Togaðu í spottana þannig að það myndist poki í miðjunni. Fylltu pokann með tróði og mótaðu höfuð. Lokaðu opinu með því að toga þétt í spottana og herða vel að. Hnýttu með nokkrum sinnum og feldu spottana með því að stiga þeim inn í höfuðið með nál. 5. Gerðu hendur og fætur á sama hátt úr minni hringjunum á hornum efnisbútsins. Það er ekki sett tróð í búkinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=