35 1. Hvaða matur er góður fyrir vöðvana? 2. Hvernig væri líkaminn án vöðva? 3. Hvað gerir hjartavöðvinn? NÝ ORÐ • þverrákótt • ósjálfrátt • harðsperrur Þegar við notum vöðvana spennast þeir og slakna til skiptis. Stundum skemmast þeir líka svolítið. Það er eðlilegt. Ef við finnum fyrir harðsperrum er líkaminn að gera við vöðvana. Það gerir hann með því að búa til nýjar vöðvafrumur í stað þeirra sem skemmast. Byggingarefni vöðvanna heitir prótein. Við fáum það úr eggjum, fiski, kjöti, mjólk, baunum, hnetum og fræjum. Hollur matur og góð hreyfing heldur vöðvunum heilbrigðum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=