34 Vöðvar Í líkamanum eru yfir 640 vöðvar. Hlutverk þeirra er að hreyfa hann og stjórna líffærunum. Hjartavöðvinn er einstakur. Hann dælir blóðinu um líkamann. Beinagrindarvöðvar eru stærstir. Þeir eru þverrákóttir og festast við beinagrindina með sinum. Við notum beinagrindarvöðva til að hreyfa okkur og stjórnum þeim með viljanum. Sléttir vöðvar eru inni í líffærum og stjórna hreyfingum þeirra. Flestir hreyfast ósjálfrátt eins og í ristli og þvagblöðru. hjartavöðvi beinagrindarvöðvar sléttir vöðvar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=