16 Í gamla daga ferðaðist fólk fótgangandi eða á hestbaki á milli staða. Ferðalög gátu verið erfið og hættuleg og þau tóku langan tíma. Vörður voru notaðar til að rata. Þetta voru mjög umhverfisvænar samgöngur. Hjólreiðar eru heilsusamlegar fyrir fólk og náttúru. Til eru umhverfisvænni leiðir, til dæmis reiðhjól og bifreiðar, sem ganga fyrir rafmagni eða almenningsvagnar sem brenna metangasi. Samgöngur Í dag eru bifreiðar, skip og flugvélar helstu samgöngutækin. Þau ganga flest fyrir bensíni og olíu sem er afar mengandi eldsneyti. NÝ ORÐ • varða • samgöngutæki • metangas Rafmagnsbílar henta vel á Íslandi því hér er rafmagn framleitt á umhverfisvænan hátt. Almennings- samgöngur eru umhverfisvænni en einkabíllinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=