Halló heimur 3 - nemendabók

14 Umhverfismál NÝ ORÐ • umhverfisvænt • hráefni • einnota Margt af því sem er í umhverfi okkar er búið til af fólki. Allt sem við framleiðum hefur áhrif á náttúruna. Stundum er framleiðslan umhverfisvæn en stundum fylgir henni mengun. Umhverfisslys og mengun frá verksmiðjum geta haft alvarleg áhrif á Jörðina okkar og ógnað dýralífi. Gott er að velja vörur úr umhverfisvænum hráefnum sem brotna niður í náttúrunni. Best er að kaupa sem minnst af einnota hlutum. Saklaus dýr verða oft fyrir barðinu á umgengni mannfólksins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=