Halló heimur 1

43 Artie fékk blóðnasir í smíðatíma. Það blæddi svolítið en kennarinn var nýbúinn að kynna sér skyndihjálp við blæðingu. Hann fann þessar upplýsingar á vefnum skyndihjalp.is: 1. Klemma nasirnar saman. 2. Sitja upprétt/ur. 3. Halla höfðinu fram. 4. Anda í gegnum munninn. 5. Hringja í 112 EF blæðingin hættir ekki. Æfið þessi viðbrögð í bekknum ykkar. Sofia hefur mikinn áhuga á næringu og heil- brigði. Hún komst að því að líkaminn þarf á vítamínum að halda. Best er að fá vítamín með því að borða fjölbreytta fæðu. Það má líka taka inn vítamíntöflur og lýsi. Réttið upp hönd sem a) borðið fjölbreytta fæðu b) takið vítamín c) takið lýsi Trausti fæddist blindur en greinir þó mun á ljósi og skugga. Honum finnst gaman að vinna með hluti sem hann getur þreifað á. Bekkjarfélagar hans ákváðu því að búa til stóra beina- grind úr eldhús- og klósettrúllum og hengdu upp á vegg. Hjálpaðu þeim að klára hana. Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=