Halló heimur 1

37 Við hugsum með heilanum. Maginn meltir matinn sem við borðum. Þarmarnir vinna næringu úr matnum og losa okkur við hægðir . Hjartað dælir blóðinu um allan líkamann. Í blóðinu er bæði næring og súrefni fyrir líkamann. Nýrun hreinsa blóðið og losa líkamann við óhreinindin þegar við pissum. Við öndum með lungunum. Þau útvega líkamanum nauðsynlegt súrefni. Við þurfum að hugsa vel um líkama okkar. 1. Hvað getum við gert til að þjálfa heilann? 2. Hvernig ferðast blóðið um líkamann? 3. Hvernig getur þú fundið hjartsláttinn þinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=