Halló heimur 1

111 Foreldrum Trausta finnst gott að hafa upplýsingar um vini hans á einum stað. Hann ákvað að búa til vinabók og heftaði nokkrar blaðsíður saman. Vinir hans í Grúskfélaginu teiknuðu mynd af sér á blaðsíður í bókinni og skrifuðu símanúmerið við ef Trausti skyldi þurfa á vini að halda. Búðu til þína eigin vinabók. Líf finnst gott að eiga vini. Hún vill helst að allir í bekknum séu vinir. Hún bað Mínervu kennara um að skipuleggja með sér leynivinaleik. Allir í bekknum fengu leynivin sem þeir áttu að gleðja. Prófið að skipuleggja svona leik í ykkar bekk. Hvernig er hægt að gleðja leynivin sinn? Sofia er frá Póllandi og pólska orðið yfir vinur er przyjaciel. Thor er frá Noregi og norska orðið yfir vin er venn. Artie notar orðið kaibigan þegar hann talar um vini sína á Filippseyjum. Þau ákváðu að skrifa orðið vinur á öllum tungumálunum sem töluð eru í skólanum og hengja upp í anddyrinu þar sem gengið er inn. 1. Hvað eru mörg tungumál töluð í þínum bekk? En í skólanum? 2. Búið til orðavegg eins og Grúskararnir. Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=