Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 44 d. Farið nú yfir verkefnin hér að ofan og finnið þrjár forsetningar sem stýra bara þolfalli, þrjár sem stýra bara þágufalli, þrjár sem stýra bæði þolfalli og þágufalli og þrjár sem stýra eignarfalli. Verkefni 9 D Finnið samtengingar í eftirfarandi textum: a. Mikil veisla var haldin þegar Hörn útskrifaðist úr skólanum. Á borðunum var nægur matur svo að allir urðu vel saddir. Þarna hittust ættingjar hennar og vinir enda tilefnið gott. Valinn var stór salur fyrir veisluna af því að búist var við mörgum gestum. Það kom líka í ljós að mjög margir mættu. Á sviðinu var hátalari til þess að þeir sem töluðu gætu náð til allra í salnum. Foreldrar Harnar gerðu allt klárt áður en veislan hófst og gekk vel þó að tíminn væri naumur. Útskriftin dróst af því að atriði þar urðu langdregnari en reiknað var með. Þegar henni lauk var stutt í að gestirnir mættu og þá varð að láta hendur standa fram úr ermum til að allt gengi upp. b. Inni í dalnum, þar sem lindin tæra rennur og fjalldrapinn grær, líður mér vel af því að þar finn ég frið og ró. Mér er sama þó að netsambandið sé ekki gott enda skil ég tölvuna oftast eftir heima þegar ég fer þangað. Nú er reyndar orðið nokkuð langt síðan ég fór þangað af því að ég hef verið upptekinn við annað. Ég fer þangað þegar hægist um. Annað hvort fer ég á bílnum eða tek rútuna. Leiðin er nokkuð löng en ég læt það ekki á mig fá því að dalurinn er mér kær. Rútan stoppar við bæ sem stendur fremst í dalnum og þaðan geng ég þegar ég er búinn að heilsa upp á heimamenn. c. Jón og ég við erum eins og bræður enda aldir upp saman. Mér er sagt að foreldrar mínir hafi ættleitt Jón þegar hann var á fyrsta ári. Ég man ekki eftir því af því að ég var bara tveggja ára þegar það gerðist. Ég spyr mig stundum hvort líf mitt hefði orðið betra eða verra ef Jón hefði ekki komið til okkar. Ég held að við því sé ekkert eitt svar. Ýmist hefur okkur Jóni samið vel eða illa og á ýmsu hefur gengið með samkomulagið en eftir á að hyggja hugsa ég að mér hefði leiðst oftar ef Jón hefði ekki verið hér. Staðreyndin er sú að hann er bráðskemmtilegur nema ég sé að stríða honum. Það skal viðurkennt bæði fljótt og vel af því að þannig er það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=