Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 42 9. kafli Verkefni 9 A Finnið nafnháttarmerki í eftirfarandi textum: a. Ætlar þú að koma með í ferðina? Nei, ég ætla að vera heima. Hvað ætlar þú að gera þér til skemmtunar? Ég verð upptekin við að lesa bók sem foreldrar mínir voru að gefa mér. Finnst þér gaman að ferðast? Já, stundum, sérstaklega ef ég fæ að fara með skemmtilegu fólki. Ég hef líka gaman af að skoða nýja staði og að hitta fólk sem ég hef ekki áður séð. En það er líka stundum gaman að vera bara heima. b. Ég hef oft farið að heiman. Þegar ég var yngri gerðist það stundum að foreldrar mínir tóku mig með út á land til að heimsækja skyldfólk okkar. Þar var margt að sjá. Þau bjuggu á bæ í sveitinni og stunduðu mjólkurframleiðslu. Ég fékk að fara með þeim í fjósið og sjá þegar verið var að mjólka. Mér fannst merkilegt að sjá loksins hvaðan mjólkin kom. Ég hafði aldrei hugsað það að mjólkin kæmi ekki beint úr búðinni. Bóndinn sýndi mér kálfana og ég fékk að leika mér við þá. Þeir urðu að lokum góðir vinir mínir. Þá varð mér ljóst að mikilvægt er að vera góður við dýrin. Ég skildi að þau hafa tilfinningar rétt eins og mennirnir og að okkur ber skylda til þess að vera eins góð við þau og við getum. c. Ég finnst skemmtilegt að lesa bækur. Ég hef stundum hugsað um að gaman gæti verið að verða rithöfundur. Þeir vinna við það að skrifa alls kyns texta. Sumir skrifa spennusögur sem gera það að verkum að hárin rísa á höfðum þeirra sem eru að lesa textann. Mér líst ekki alveg nógu vel á að gera þannig bækur. Ef ég ætla að verða rithöfundur þá verð ég að taka þennan möguleika út. Ég yrði sjálf svo hrædd að ég gæti ekki sofið. Það er ekki gott að vera alltaf hrædd í vinnunni. Aðrir skrifa ástarsögur. Þær eru þá þannig að ungt og fallegt fólk verður ástfangið og síðan fjallar sagan um það hvernig því reiðir af. Sumar ástarsögur eru svo hjartnæmar að lesandinn situr með tárin í augunum meðan hann er að lesa. Ég held að það sé ekki heppilegt að skrifa þannig bækur. Ekki ætla ég að vera grátandi í vinnunni alla daga. Ef ég verð rithöfundur þá hugsa ég að ég skrifi bara vísindaskáldsögur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=