Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 40 Verkefni 7 A Greinið persónu, tölu, hátt, tíð og mynd undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi textum: a. Vegurinn var lagður yfir fjörðinn. Þar var byggð löng og breið brú. Nú aka bílar þar yfir og enginn fer lengri leiðina sem liggur inn fyrir fjörðinn nema fólk sem ætlar í berjamó. Starfsmenn vegagerðarinnar segja að umferð hafi aukist mikið um svæðið eftir að brúin var tekin í notkun. Við ókum þessa leið í sumar. Fjörðurinn er mjög fallegur eins og sést af myndum sem voru teknar í ferðinni. b. Maturinn var eldaður á prímusi í potti sem var orðinn gamall og beyglaður og ekki laust við að það læki úr honum vatnið. Við suðum pylsur og kartöflur og máltíðin var kærkomin enda allir orðnir svangir. Pylsurnar voru étnar upp og sömuleiðis kartöflurnar. Mikil gleðihróp heyrðust þegar tómatsósuflaska var grafin upp úr einum pokanum. Eftir matinn lögðumst við út af og hvíldumst um stund en svo gengum við af stað. Götuslóðinn var greinilegur þar sem hann hlykkjaðist gegnum grasið. Þar hafði gróðurinn verið troðinn niður af þúsundum fóta gegnum tíðina. c. Víða um landið má sjá langar, rammgerðar girðingar. Þar hafa lönd verið girt af til að búfénaður komist ekki inn. Það er gert til að gróðri verði ekki spillt af svöngum ferfætlingum. Staurar eru reknir niður í jörðina og á þá er svo hengt vírnet. Þannig eru flestar girðingar í dag. Áður var algengt að í stað vírnetsins væru gaddavírsstrengir strekktir milli stauranna með það stuttu millibili að búfé komst ekki á milli þeirra. Gaddavírinn er, eins og nafnið bendir til, alsettur hvössum göddum sem rífa og stinga hvern þann sem nálægt honum kemur. Gaddavírsgirðingar komu á sínum tíma í stað garða sem voru hlaðnir úr grjóti og torfi. Verkefni 7 D Skrifið upp eftirfarandi texta og strikið undir ópersónulegar sagnir: a. Hvernig finnst þér myndin? Mér finnst hún góð. Mér þykir alltaf gaman að sjá þessa leikara. Þeir eru í uppáhaldi hjá mér. Mig langar til að sjá aðra mynd með þessum sömu leikurum. Ég hef heyrt um hana. Hún gerist úti í sveit og þar fara þeir á kostum. Þeim gengur alltaf vel að túlka hvatvísar og ákveðnar persónur. Mig minnir að ég hafi séð mynd með þeim þegar ég var yngri. b. Mig dreymdi einkennilega í nótt. Mér fannst koma til mín maður sem sagði: „Mig vantar nýjan slopp.“ Mér þótti þetta undarlegt og spurði manninn um ástæðuna. „Mig langar til að vera í slopp þegar það gerist,“ sagði hann. „Þegar hvað gerist,“ spurði ég. „Þegar skipinu hvolfir, bátinn rekur frá landi, fjöllin ber við himin og mig setur hljóðan,“ sagði hann. Mér var brugðið þegar ég vaknaði. Ég veit ekki hvað þessi draumur á að merkja en mig grunar að ég sé búinn að fá upp í háls af málfræði. 7. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=