Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 38 Verkefni 6 F Greinið persónu, tölu, hátt og tíð undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta (munið að þið greinið ekki persónu eða tölu við fallhætti): a. Nú er komið sumar og við höfum ákveðið að fara í ferðalag. Hvert ætlið þið að fara? Ég skal segja þér það og hlustaðu nú. Í fyrra fórum við um Suðurland en núna ætlum að aka norður og heimsækja gott fólk sem hefur lengi búið norður í Hrútafirði. Hvernig farið þið? Við förum akandi á bílnum hennar mömmu. Hver ætlar að keyra bílinn? Eldri bræður mínir eru komnir með bílpróf. Þeir aka. Ég hlakka mikið til. Þetta verður skemmtilegt. Þið ættuð að koma með. b. Ég hef lesið margar bækur. Sumar eru þannig byggðar upp að þær skapa spennu. Þær geta verið góð afþreying. En við ættum ekki að gleyma því að bók getur líka haft þann tilgang að fræða og upplýsa. Hvernig bækur lest þú? Ég les spennusögur. Fræðibækur geta líka verið góðar. Aðrar eru þannig að ég kvíði fyrir að lesa þær. En þið ættuð að hafa það í huga að bók getur verið góður vinur. En bækurnar koma ekki hlaupandi til okkar. Við verðum sjálf að leita þær uppi. Verkefni 6 G (a) Greinið mynd undirstrikuðu orðanna í eftirfarandi textum: a. Líkamsrækt er bæði holl og heilsusamleg. Við getum öll sameinast um þá skoðun. Líkamsrækt getur verið af ýmsum toga. Sumir fara í líkamsræktarstöðvar og hamast þar nokkrum sinnum í viku. Aðrir taka göngutúra og njóta útiverunnar um leið og líkaminn endurnýjast við áreynsluna. Mér finnst gott að lyfta lóðum og gera ýmsar fleiri æfingar í ræktinni. Ég hressist við það. b. Sumir æfa hlaup. Það gagnast vel til að líkaminn haldist í góðu formi. Hægt er að einbeita sér að spretthlaupum eða langhlaupum. Spretthlaupið reynir á snerpuna. Þá þarftu að komast stutta vegalengd á sem stystum tíma. Ef þú æfir langhlaup þarftu að hafa úthald og geta hlaupið lengi án þess að gefast upp. Verkefni 6 H Greinið persónu, tölu, hátt, tíð og mynd undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi textum: a. Ég hef lært bragfræði. Það ættir þú að gera líka. Hugsaðu um það. Við lærum að búa til vísur og erum yrkjandi heilu tímana. Stundum yrkjumst við á. Þá býr einn til vísu og annar svarar. Það er mjög gaman. Kennarinn sýnir okkur hvernig reglurnar virka. Þið í yngri bekkjunum fáið að sjá þetta seinna. Allir sem eru læsir og skrifandi ættu að kannast við bragreglurnar. Ég gerði nokkrar vísur í síðustu viku. Þær voru ekkert sérstakar en kennarinn segir að ég sé í framför og með æfingunni nái ég tökum á þessu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=