Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 36 Verkefni 6 A a. Breytið beinni ræðu í óbeina í eftirfarandi setningum með því að búa til viðtengingarhátt. Dæmi: „Jón er úti á túni,“ segir Einar. > Einar segir að Jón sé á túni. „Sveinn ætlar að lesa bókina,“ segir Brynhildur. „Brynja smíðar þetta grindverk,“ segir Vilhjálmur. „Ella hefur komið hér,“ segir Friðfinnur. „Davíð eldar góðan mat,“ segir Björg. „Bergdís stenst prófið örugglega,“ segir Ólafur. „Þessi hundur er grimmur,“ segir Páll. „Eilífur málar vegginn rauðan,“ segir Ellert. „Þessi söngvari syngur af miklum krafti,“ segir Erna. „Hesturinn hleypur eftir veginum,“ segir Örnólfur. „Skipið siglir inn fjörðinn,“ segir Birna. b. Breytið óbeinni ræðu í beina í eftirfarandi setningum með því að breyta viðtengingarhætti í framsöguhátt. Dæmi: Brynja segir að Búi komist ekki með í ferðina. > „Búi kemst ekki með í ferðina,“ segir Brynja. Munið eftir gæsalöppunum. Reynir segir að bíllinn fari að koma. Hervör segir að maturinn sé góður. Hjalti segir að börnin eigi að fara að sofa. Fanney segir að Óli eigi að sitja kyrr. Eyþór segir að nú sé komið kvöld. Natan segir að við eigum að hlýða. María segir að nú sé tíminn liðinn. Linda segir að peningarnir séu búnir. Lára segir að flestir vaki í húsinu. Barði segir að Kristín aki bílnum. 6. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=