Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 3 söguháttar og viðtengingarháttar. Persónur, tölur og hættir, þetta er rétt komið inn fyrir eða tæplega það þegar yfir skellur það fjórða: tíð, nútíð eða þátíð, og enn fer allur pakkinn á flug. Kennarinn verður að skilja að móttakan á öllum þessum ósköpum er í heilunum á unglingum sem eru rétt að skríða yfir á formgerðarstigið sem sá svissneski Piaget útskýrði svo skemmtilega. Formdeildirnar, sem þau eru þarna að læra, ganga á víxl, þær skarast og virka hver inni í annarri. Til að þau ráði við þetta verður að fara gætilega, taka eitt í einu og helst að gera hlé á milli. Annars slær öllu út. Kennurum er bent á það getur verið mjög hjálplegt að hafa stuðningsbækur við höndina. Sérstaklega er bent á bók sem heitir Málvísir – handbók um málfræði eftir Ingu Rósu Þórðardóttur og Jóhannes B. Sigtryggsson. https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/malvisir-handbok_um_malfraedi/ Þrír yfirflokkar orða Í bókinni eru helstu grunnþættir íslenskrar málfræði settir fram með hefðbundnu sniði. Á það skal bent að tungumálið hefur haldist óbreytt lengi og mikil áhersla hefur gegnum tíðina verið lögð á það að halda því óbreyttu eftir því sem hægt er. Ekki hefur enn verið hvikað frá þeirri stefnu. Málfræðin er því hina sama og verið hefur og aðferðirnar við að kenna hana hljóta að taka mið af því. Orðflokkarnir eru samkvæmt hefðinni taldir vera ellefu. Það eru fimm flokkar fallorða: greinir, nafnorð, lýsingarorð, töluorð og fornöfn; sagnorð, sem ekki skiptast í undirflokka og óbeygjanleg orð: forsetningar, atviksorð, samtengingar, upphrópanir og nafnháttarmerki. Venja er að tala um að orðin skiptust í þrjá yfir flokka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=