Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 29 Verkefni 2 H Finnið og skráið í vinnubók lýsingarorðin í eftirfarandi texta. Skráið í hvaða stigi þau standa: a. Þessi nýja bók sem ég er að lesa er skemmtileg. Sögurnar eru stuttar og flestar þeirra eru um undarlega náunga. Síðustu sögurnar eru bestar. Frænka mín er að lesa miklu stærri bók sem fjallar um litla eða mikla virkni eldfjalla og hvort jarðlögin séu þykk eða þunn og hve gömul þau eru. Það er of flókin lesning fyrir mig. Frænka mín er eldri en ég. Hún er líka dugleg að læra og ætlar að verða prófessor. Ég hef ekki áhuga á jarðfræði og gæti ekki hugsað mér að gera þá grein að viðfangsefni mínu í framhaldsskóla. Mig langar til að verða rithöfundur. Skáldsögur, einkummagnaðar spennusögur, hafa alltaf höfðað til mín og ég les allar slíkar bókmenntir með mikilli gleði. b. Smekkur manna er misjafn. Það sem einum finnst ljótt finnst öðrum fallegt. Þetta á við um allt. Tökum landslagið sem dæmi. Ég kom einu sinni, ásamt stórum hópi göngufólks, í lítinn og vel afmarkaðan dal á Norðurlandi. Mér fannst hann æðislegur. Hlíðarnar voru brattar, grösugar upp fyrir miðju og þar fyrir ofan var grátt grjót og einstöku lág klettabelti. Neðan við hlíðarnar tóku við sléttar, grænar grundir. Áin sem rann eftir dalnum var lygn og tær og nokkrir lækir runnu ofan úr hlíðunum. Þar sem brattast var voru fossar, hver öðrum fallegri. Gróður í dalnum var meiri og hávaxnari eftir því sem neðan dró og á grundunum við ána var grasið þéttara og hávaxnara en annars staðar. Mér fannst þessi dalur vera eins og paradís á jörð en bekkjarbróðir minn, sem var með okkur í hópnum, sagði að sér fyndist hann ljótastur allar staða á þessu ömurlega landi og stakk upp á því að við kæmum okkar þaðan hið bráðasta. Verkefni 2 J Finnið og flokkið fornöfnin í eftirfarandi texta: a. Algengustu fornöfnin eru þau sem kallast persónufornöfn. Þau eiga það sameiginlegt að þau vísa öll til persóna og koma í staðinn fyrir endurtekningu. Ég legg áherslu á að þú lærir persónufornöfnin vel svo að þú getir greint þau sjálfur og skoðað stöðu þeirra í textanum. Pétur Gunnarsson skrifaði bók sem heitir Ég, ummig frá mér til mín. Hún kom út árið 1978. Þar lýsir hann þeim vandamálum sem fylgja því að vera unglingur, hvorki barn né fullorðinn. Þessi bók varð vinsæl, hún var lesin af öllum aldursflokkum. Flestir voru sammála um að hún væri bæði frumleg og skemmtileg. Heiti bókarinnar er fyrsta persónufornafnið í öllum föllum eintölu. Sú hugmynd skáldsins er auðvitað tær snilld. b. Ég er viss um að þú getur lært um þessi fornöfn. Það hafa margir gert á undan þér. Sá sem lærir málfræði nær tökum á ýmsum hlutum sem aðrir skilja ekki. Tungumál okkar er dýrmæt eign sem okkur ber að varðveita. Við eigum að gæta þess að halda því hreinu og óbrengluðu eftir því sem hægt er. Um þetta eru þó alltaf skiptar skoðanir. Sumir telja að aðrir hlutir séu mikilvægari og auðvitað má færa nokkur rök fyrir því. En allir geta þó orðið sammála um að það er mikilvægt að við höfum góð tök á málinu og getum tjá okkur við hvern sem er án vandræða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=