Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 14 1. og 3. (sjá fyrra dæmið) eða 2. og 3. (sjá síðara dæmið). Einstaka sagnir hafa mismunandi beygingarmyndir fyrir allar persónur í eintölu: ég vil ég þvæ ég sé þú vilt þú þværð þú sérð hann (hún, það) vill hann þvær hann sér 4.5.2 Tala sagnorða Sagnorð hafa tvær tölur eins og fallorðin, eintölu og fleirtölu. Eins og dæmin sýndu með persónurnar breytast sagnorðin eftir því hver talan er. Bætum nú við dæmin sem sýnd voru hér að ofan: eintala: ég fer ég skrifa þú ferð þú skrifar hann (hún, það) fer hann skrifar fleirtala: við förum við skrifum þið farið þið skrifið þeir (þær, þau) fara þeir skrifa Persóna og tala sagnorða eru formdeildir sem ekki þarfnast mikilla útskýringa líkt og áður kom fram um stig lýsingarorða. Nemendum veitist yfirleitt auðvelt að fást við þessi málfræðiatriði. Hér skal enn minnt á mikilvægi þess að gefa nemendum kost á að æfa sig vel og rækilega í því sem þeir ráða við og láta þá vita að þeir séu á réttri leið. Slík uppörvun er afar mikilvægur þáttur í kennslunni. Málfræðiatriðin eru mjög mismunandi að þyngd eins og bent verður á hér á eftir í tengslum við hætti sagna. 4.5.3 Hættir sagna Hættir sagna eru alls sex í íslensku. Þeim er skipt í persónuhætti og fallhætti. Persónuhættirnir eru þrír: framsöguháttur (gríp, grípur, grípum, grípið, greip, greipst, gripum, gripuð, gripu) viðtengingarháttur (grípi, grípir, grípum, grípið, gripi, gripir, gripum, gripuð, gripu) boðháttur (gríptu, grípið) Fallhættirnir eru líka þrír: nafnháttur (grípa) lýsingarháttur nútíðar (grípandi) lýsingarháttur þátíðar (gripið, gripinn/gripin/gripið)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=