Sögugáttin - Grikkland hið forna

32. Samþætting við aðrar námsgreinar Íslenska 1. Leitið upplýsinga í bókum, á netinu eða fræðibókum af grískum goðsögnum. Veljið ykkur eina af þessum sögum og skráið hjá ykkur söguþráð hennar. Segið hvert öðru söguna sem þið kynntuð ykkur. Einnig hægt að útbúa myndband eða hikmynd upp úr sögunum. a. Orfeus og Evridís. Hver er söguþráður ástarsögu þeirra? b. Demetra og dóttir hennar Persefóna. Hver er saga þeirra mæðgna? c. Narkissos og Ekkó, hvernig var tilfinn- ingaflækt saga þeirra? d. Íkaros og Dædalos sem fundu leið út úr vanda sem þeir lentu í en hvernig? Hver er boðskapur sögunnar? e. Ferjumaðurinn Karon sigldi yfir ána Styx. Hverjir voru farþegarnir? Kynnið ykkur söguna. Myndmennt 2. Búa til leirvasa að grískri fyrirmynd og mála mynstur á vasann. 3. Gríska stafrófið. Skrautskrifa nafnið sitt með grískum stöfum. Tónmennt 4. Finnið grískt ljóð og búið til lag við ljóðið. Notið Garage band eða önnur tónlistarforrit. Hönnun og smíði 5. Gera mósaik mynd úr brotnum flísum af grísku mynstri eða táknmyndum. 6. Gera líkan af Trójuhestinum. 7. Smíða líkan af grísku hringleikahúsi eða byggingu úr pappa, Legó eða tré. Heimilisfræði 8. Finna uppskrift að grískum mat og elda í heimilisfræði. Kynna sér gríska matarmenningu og matarhefðir. 9. Finndu uppskrift að grískum mat og taktu upp stuttan matreiðsluþátt. Upplýsingatækni 10. Farið í Google Earth og finnið Aþenu og fleiri borgir frá tímum Forn-Grikkja. 11. Farið á vefinn https://ancient-greece.org/ og finnið myndir af byggingum, listmunum, klæðnaði o.fl. frá tímum Forn-Grikkja. 12. Veljið ykkur eitt þessara tákna Ólympíu- leikanna og kynnið ykkur merkingu þess tákns. a. Ólympíufáninn og hringirnir b. Einkunnarorðin c. Eldurinn d. Ólympíueiðurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=