Frelsi og velferð

Ef við viljum skilja hvers vegna fólk hugsaði og tók ákvarðanir eins og það gerði áður fyrr verðum við að reyna að setja okkur inn í aðstæður þess. Í þessari bók er farið yfir sögu heimsins frá 1945 og fram til nútímans. Í norsku frumgerðinni eru atriði úr sögu Noregs rakin í samhengi við veraldarsöguna en í íslensku þýðingunni er megninu af þeim sleppt og hliðstæð Íslandssaga sett í staðinn. Þetta er tímabil sem einkennist af stórbrotnum hugmyndum, viljasterkum einstaklingum og sviplegum atburðum. Bókin á að sýna að uppvaxtartími okkar og uppvaxtarstaður á þátt í því hvaða ákvarðanir við tökum og hvernig við hugsum, því við erum öll hluti af sögunni. Stigskiptur texti Hver kafli byrjar á stórri mynd og texta sem gefur hugmynd um efni kaflans. Köflunum er síðan skipt í tvo hluta, a og b. Í a-hluta eru fleiri myndir, styttri texti og fjölbreytilegum aðferðum beitt við að koma efninu á framfæri. Í b-hluta er farið dýpra í sama efni. a b NÆRMYND 2 FRELSI OG VELFERÐ Notkun bókarinnar SÉRSVIÐ Verkefni Verkefni bókarinnar eru af fimm gerðum. Finnið svar eru spurningar sem hægt er að finna svar við í texta bókarinnar. Umræðuefni eru verkefni sem ekki eru bein svör við í bókinni. Við sumum þeirra kunna fleiri en eitt svar að vera möguleg og þá getur verið ómaksins vert að ræða þau. Viðfangsefni eru heldur umfangsmeiri verkefni, oft samin út frá myndum eða töflum í bókinni. Stundum þarf að leita að heimildum annars staðar. Þjálfið hugann eru ýmiss konar þrautir: að skýra hugtök með setningum þar sem bannað er að nota ákveðin orð, að finna orð sem á ekki heima í félagi með öðrum. Oft kalla verkefnin á samvinnu nemenda. Heimildavinna eru verkefni þar sem unnið er með heimilda­ klausur úr texta bókarinnar. Kjarni * Eftir hvern a- og b-hluta hvers kafla er efnið dregið saman í nokkrum aðgreindum atriðum. Sáttmáli er samningur tveggja eða fleiri aðila sem skuldbindur þá til einhvers. Torkennileg orð og ný hugtök eru skýrð innan ramma nálægt staðnum þar sem þau koma fyrst fyrir í textanum: Hér er farið dýpra í ákveðið efni úr meginmálinu, einkum með því að segja frá einhverju sérstöku. Hér er fjallað um einstök sagnfræðileg viðfangsefni. Nemendur gerast sjálfir sagnfræðingar og beita aðferðum sem þeir nota í vinnu sinni. a 10 FRELSIOGVELFERÐ : a FRELSIOGVELFERÐ : 11 Markmið * Kynna kalda stríðið semmeiri háttarmilliríkjadeilu á 20. öld.Setja fram hverjar voru orsakir og afleiðingar deilunnar. * Leita heimilda um efnið, velja úr þeim,meta þær og sýna hvernig ólíkar heimildir geta gefið ólíkamynd af sögunni. Þann6.mars árið1952 sátu32 skólabörn í sjöttabekk íNewYorkoghorfðu á kvik- myndina „Duck andCover“ (Beygja sigog hylja).Bandarísk yfirvöldhöfðu látiðgera myndina til að kennabörnumhvernig þauættu að verja sig ef landið yrði fyrir kjarnorkuvopnaárás.Efþau sæju sterkan ljósglampa áttuþauumsvifalaust að kasta sérniðurog reyna aðhylja sig.Mörg þúsund amerískra skólabarna sáuþessa mynd.Heil kynslóðbarna varþjálfuð í að leita skjólsundir skólaborðumþegar aðvörunarbjallahringdi.Óttinn við kjarn- orkustríð var svomikill að sumbörn áttu í sálrænum erfiðleikum vegnahans. Ástæðaóttans var spennan ámilli risaveldanna, BandríkjannaogSovétríkj- anna, sem ríkti allt frá1945 til1991.Þetta ástand varoft kallað „kalda stríðið“.Hvað er kalt stríðoghvers vegna varöllþessi mikla spenna ámilli risaveldanna? Kalda stríðið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=