Frelsi og velferð

FRELSI VELFERÐ OG Frelsi og velferð, saga 20. aldar II, er framhald af bók- inni Styrjaldir og kreppa sem Námsgagnastofnun gaf út 2011. Báðar bækurnar eru þýðingar á norskum kennslubókum úr bókaflokki sem kallast Matriks á frummálinu. Í þessu bindi er fjallað um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar, árið 1945 og fram á síðustu ár. Sagt er frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, köldu stríði risaveldanna, átökumÍsraels- manna og Palestínumanna ásamt öðrum ófriði í Mið-Austurlöndum, sjálfstæðisþróun í nýlendum og vandamálum nýfrjálsra ríkja, sameiningarvið- leitni í Mið- og Vestur-Evrópu, upplausn Júgóslavíu og ófriði á landsvæði hennar. Þrír kaflar eru um Íslandssögu, samdir fyrir íslensku útgáfuna í staðinn fyrir norska sögu í frumútgáfunni. Einn er um íslenska velferðarríkið, annar um samskipti Íslendinga við umheiminn og sá þriðji um Ísland í veröld nútímans, meðal annars um útrás, efnahags- hrun og endurreisn. Bókin er ætluð nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Hún er í íslenskri þýðinguGunnarsKarlssonar semeinnig frumsamdi Íslandssögukaflana. Texti bókarinnar er með fjölbreyttu sniði. Hver kafli skiptist í tvo hluta, a og b. Í a-hluta er styttri texti og fleiri myndir, en í b-hluta er farið dýpra í efnið. Í rammaklausum sem eru einkenndar sem nærmyndir og sérsvið eru reifuð einstök atriði sem kasta ljósi á efni kaflans. Í lok hvers kafla er fjöldi verkefna sem reyna jöfnum höndum á þekkingu, skilning, rökhugsun og hugkvæmni. 40100

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=