Milli himins og jarðar - Flugvélar

Til nemenda Þessi bók fjallar um flugvélar, litlar rellur og stórar þotur. Þú getur lesið um hvernig á að stýra flugvél og hvað það er sem heldur flugvélum á lofti. Þú getur líka lesið um þotuhreyfla og hvernig klósett í flugvélum virka. Áður en þú byrjar að lesa er gott að fletta bókinni, skoða myndir og lesa fyrirsagnir. Neðst á hverri síðu eru spurningar. Þú getur rætt þær við einhvern eða svarað þeim í huganum. Á sumum blaðsíðum er spurning á flugvélavæng. Til að finna svarið skaltu fletta á næstu síðu og lesa textann. Góða flugferð!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=