Fagráð eineltismála

tilkynnt um það. Ráðuneytið metur síðan hvort ástæða sé til að aðhafast eitthvað frekar í málinu þar sem fagráðið hefur ekki úrskurðarvald í máli né tekur ákvarðanir um réttindi og skyldur. Fagráðið leggur áherslu á að finna farsælar leiðir til að takast á við vandann og gefa öllum aðilum tækifæri til að axla ábyrgð, fremur en að skilgreina meint einelti eða alvarleika þess. Fagráðið vinnur ávallt út frá hagsmunum þeirra barna sem um ræðir, er hlutlaus aðili sem dregur ekki taum neins, hvorki skólasamfélagsins, sveitarfélaga né foreldra og barna/nemenda. Markmið fagráðs er að vera lausnamiðað fyrir alla aðila og stuðla að lausn mála með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=