Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 87 AUKAVERKEFNI – Samskipti AÐSTÆÐUR Nemendur vinna þrjú saman í hóp, tvö æfa samtalsfærni og sá einstaklingur sem er ekki að æfa er áhorfandi og gefur endurgjöf þegar æfingunni er lokið. Öll eru einu sinni áhorfandi. Leyfið nemendum að velja sér aðstæður hverju sinni en þó má hópurinn einungis velja hverja þeirra einu sinni. 1. Tvö systkini eru að rífast yfir notkun á sameiginlegri tölvu. Annað systkinið vill spila leiki í tölvunni en hitt systkinið þarf að klára heimavinnuna sína. Leikið eftir þetta samtal og finnið leiðir til þess að koma til skila eigin þörfum og finna lausn sem bæði systkinin eru sátt við. 2. Tveir nánir vinir misskildu hvort annað og eru í uppnámi (reið og pirruð). Misskilningurinn liggur í skilaboðum sem voru send á milli þar sem að annað þeirra var að biðja hitt um að skila bolnum sem það fékk lánað fyrir nokkrum vikum síðan og viðtakandi skilaboðanna upplifði pirring og dónaskap í skilaboðunum. Leikið eftir samtalið þar sem þið komið tilfinningum ykkar og upplifum áleiðis, leiðréttið misskilninginn og lagið þannig vinskapinn. 3. Þið eruð tvö að vinna í hópverkefni í líffræði sem á að kynna í tíma en eruð ósammála um hvernig eigi að kynna verkefnið. Eitt ykkar vill vera með glærur á meðan hitt vill gera myndband. Leikið eftir samtal þar sem bæði koma skoðunum sínum á framfæri og finna sameiginlega lausn. 4. Annað ykkar er að hvetja hitt til að stela pening frá foreldri til að geta farið í bíó. Leikið efitr samtalið með áherslu á að koma skýrt til skila eigin mörkum og taka góðar ákvarðanir. 5. Eitt ykkar er kennari og hitt nemandi. Kennarinn gaf nemandanum seint í tíma. Kennarinn veit ekki að strætóinn sem nemandinn var í bilaði á leiðinni og olli því seinkomunni. Nemandinn er pirraður eftir ævintýrið með strætóinn og verður enn pirraðri við að fá seint í tíma, sérstaklega þar sem nemandinn hefur alltaf mætt á réttum tíma hingað til. Leikið eftir samtal þeirra tveggja, leggið áherslu á virðuleg og góð samskipti þar sem þið komið upplifun ykkar áleiðis og leysið málið án þess að lenda í ágreiningi. 6. Tveir liðsfélagar í íþróttaliði verða ósáttir við hvorn annan vegna misskilnings á vellinum sem varð til þess að andstæðingurinn vann leikinn. Leikið eftir samtalið þar sem að liðsfélagarnir ræða misskilninginn, sína hlið og vinna að því að leysa ósættið og halda þannig í þann jákvæða liðsanda sem hefur alltaf einkennt liðið. VIÐAUKI 5 SAMSKIPTI Dagbók bls. 15      

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=