Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 86 AUKAVERKEFNI – Áskoranir KLÍPUSÖGUR Hver hópur fær tvær til þrjár klípusögur til að vinna með, ræða um í hverju áskoranir sögunnar felast og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Hóparnir fá 5 mínútur fyrir hverja áskorun. 1. Svindla eða hjálpa Besti vinur þinn er einstaklega stressaður fyrir prófi á morgun þar sem má nota glósur. Hann spyr hvort þú getir gefið honum glósurnar þínar til að hjálpa sér. Þú veist að með því að gefa honum glósurnar þínar ertu að hjálpa honum en kennarinn sagði skýrt að ekki væri leyfilegt að deila glósum, það væri álitið svindl. Hvað gerir þú? 2. Stafrænt einelti Þér er bætt við í hópspjall með nokkrum úr bekknum og sérð að þau eru að tala verulega illa um og gera grín að öðrum nemanda í bekknum. Þú ert ekki beint þátttakandi en þú ert í þessu hópspjalli. Hvort myndir þú láta í þér heyra og tala á móti þessu eða gera ekkert? 3. Týnda veskið Þú ert að labba heim úr skólanum og finnur veski á leið þinni sem er fullt af peningi og kortum. Það er freistandi að taka peningana en þú veist líka að það er einhver sem á veskið og kannski þarf hann verulega á peningunum að halda. Hvað gerir þú? 4. Félagsleg einangrun Þú og vinir þínir eruð að fara að halda partí en einn af bekkjarfélögum þínum sem er oft skilinn útundan frá félagslegum viðburðum sem þessum lætur í ljós áhuga sinn á því að koma. Þú og vinir þínir eruð hikandi við að bjóða honum því þið eruð hrædd um að þá verði ekki eins gaman. Hvernig bregst þú við þessum aðstæðum? 5. Umhverfislegu áhrifin Skólinn þinn er með stefnu um að nota ekki einnota plastflöskur en margir nemendur koma þó með slíkt í skólann. Þú sérð vinkonu þína henda einni slíkri flösku í almennu ruslatunnuna í stað þess að setja hana í endurvinnslutunnuna eins og ætti að gera. Hvernig bregst þú við? 6. Hópþrýstingur Sumir af vinum þínum eru að reyna að fá þig til að skrópa í tíma til að kíkja í búð með þeim. Þú veist að það er ekki leyfilegt að skrópa í tíma og þú vilt helst ekki verða eftir á í efninu en vinir þínir skipta þig líka máli. Hvernig bregst þú við í þessum aðstæðum? VIÐAUKI 4 GILDI Dagbók bls. 12      

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=