Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

6 SAMFÉLAGSGREINAR Reynsluheimur Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs, • aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi, • rökrætt mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni. Hugarheimur Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum, • rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats, sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund, • beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd, • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og tekið ákvarðanir á grunni þeirrar sjálfsþekkingar, • vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt, • lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta, • sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði, • greint jákvæð og neikvæð áreiti og staðist þrýsting, sem stefnir heilsu og velferð fólks í voða, • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og útskýrt fyrir öðru fólki mikilvægi þess, • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum, • sett sér markmið og framtíðaráætlun, til að stefna að í framtíðinni í samræmi við eigin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=