Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 5 geta tekist vel á við vandamál. 51% drengja og 27% stúlkna í tíunda bekk voru ánægð með líf sitt og hafa þessar tölur lækkað jafnt og þétt samkvæmt sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Með þessar niðurstöður í huga og þá þætti sem koma fram í myndbandinu sem og ítarefninu þá má sjá mikilvægi þess að stuðlað sé að verndandi þáttum í lífi ungmenna og þeim kennt að huga að andlegri og félagslegri heilsu sinni sem og líkamlegri. Efnið Eitt líf beinir sjónum að alhliða heilsu einstaklinga og hefur forvarnargildi en slíkt efni á heima í ört breytilegum heimi. Hafa ber í huga að sum atriði geta reynst nemendum erfið. Af þeim sökum er mikilvægt að koma því skýrt áleiðis til nemenda að ákveðið umfjöllunarefni geti reynst sumum erfitt, að það sé fullkomlega eðlilegt og að hvaða tilfinning sem kemur upp á rétt á sér. Ef einhver upplifir að tíminn sé að reynast þeim um megn þá er ávallt hægt að biðja um að fara fram s.s. á klósettið, fara að fá sér vatn eða jafnvel án þess að biðja um leyfi – það fer eiginlega eftir því hver venjan hjá ykkur er. TENGSL VIÐ AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Kennsluleiðbeiningarnar taka mið af hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla frá 2011/2013 og grunnþáttum menntunar; læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Lykilhæfninni er fléttað inn í efnið þar sem það hentar hverju sinni, þ.e. tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og samvinna, nýting miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi. Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta. eru þau hæfniviðmið: NÁTTÚRUGREINAR Lífsskilyrði manna Við lok 10. bekkjar getur nemandi: • útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun, • útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu, • útskýrt hvernig fóstur verður til, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=