Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 52 böndum við bekkjarfélaga og svo framvegis). Einnig snýst það um að geta tekist á við félagsleg átök og vera hluti af jákvæðu félagslegu neti. Félagsleg tengsl hafa áhrif á líðan okkar og heilsu. Þau eru okkur mikilvæg því við mannfólkið erum félagsverur. Það er stundum gott að vera bara með sjálfum sér en einmanaleiki getur verið erfið tilfinning. Að eiga í góðu sambandi við vini, fjölskyldu og bekkjarfélaga er mikilvægt og að eiga góðan vin er svo sannarlega ómetanlegt. • Spurðu nemendur: Sá er vinur sem í raun reynist, hvað haldið þið að þessi tilvitnun merki? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Sannir vinir reynast manni vel og eru traustir. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 5.7 í dagbókinni. SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni fimmta kafla ættu nemendur að: • Hafa aukið þekkingu sína á því hvaða þættir spila inn í heilbrigði. • Vera meðvitaðir um sínar venjur er varða svefn, skjánotkun, hreyfingu og næringu og hvernig þær hafa áhrif á sig. • Aukið þekkingu sína á félagslegri heilsu og hvað felst í henni. Áður en haldið er yfir í næsta kafla, rifjaðu stuttlega upp efni kaflans og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var ... 2. Ég myndi vilja vita meira um ... 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það ... Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi. ÁHUGAVERÐIR TENGLAR OG ANNAÐ EFNI Frá MMS og öðrum opinberum aðilum: • Næring – ráðleggingar embættis landlæknis | Ísland.is • Blogg – Betri Svefn • Skjárinn og börnin | Heilsuvera • Skjáviðmið fyrir ungmenni 13-18 ára (barnaheill.is) • Einmanaleiki barna og unglinga | Heilsuvera

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=