Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 51 DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 5.5 í dagbókinni. NÆRING KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Holl næring er ein af megin stoðum góðrar heilsu. Unglingsárin eru sá tími þegar gott er að temja sér hollan lífsstíl því það eykur líkur á hollari lifnaðarháttum á fullorðinsárunum. Næring getur líka haft áhrif á það hvernig okkur líður þar sem líkaminn þarf næringarefni til að starfa og þar á meðal hormónakerfið okkar. Eins og til dæmis gleðihormónið og svefnhormónið. Mikilvægt er að borða hollan og fjölbreyttan mat. Veljum matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, t.d. ávexti, grænmeti og heilkornavörur. Best er að hafa reglu á máltíðum og njóta þess að borða. • Spurðu nemendur: Eru þið meðvituð um hvaða matur er með hátt næringargildi og hvað er með lágt? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: Í ráðleggingunum frá Embætti Landlæknis er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Góðar ábendingar eru um hvernig hægt er að fylgja þeim á auðveldan hátt frá degi til dags. Það þarf ekki að vera flókið að borða hollt. Sjá nánar hér: Næring – ráðleggingar embættis landlæknis | Ísland.is DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 5.6 í dagbókinni heima næstu daga. FÉLAGSLEG HEILSA KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Félagsleg heilsa snýst um að vera tengdur og tilheyra. Það vísar til hæfni til að byggja upp og viðhalda samböndum (til dæmis vinasamböndum, fjölskylduböndum, samDagbók bls. 48 Dagbók bls. 47 5.7 5.6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=