Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 46 ÁHUGAVERÐIR TENGLAR OG ANNAÐ EFNI Frá MMS og öðrum aðilum: Myndbönd • Fáðu já – að setja mörk Vefsíður • Sjúk ást UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla eru fjallað um heilsu, heilbrigðis þríhyrninginn, svefn, skjánotkun, hreyfingu, næringu og félagslega heilsu. Bls. 41‒49 í dagbókinni. Í upphafi hlaðvarps er orðið heilbrigði skilgreint á einfaldan hátt en um miðbik þáttarins er vísun í skilgreiningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO) og er það sú skilgreining sem best er að vinna út frá. Heilbrigði felur í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti. Þessir þættir spila saman og hafa áhrif á hvern annan þó það sé hins vegar mismunandi milli einstaklinga með hvaða hætti samspilið er. Í þessum kafla er hver þáttur skoðaður sérstaklega og hvernig megi hlúa að þeim. Eitt af verkefnunum í þessum kafla er að nemendur skrá niður svefninn sinn. Gott er að senda orðsendingu heim til foreldra (jafnvel með afriti af skrásetningarblaðinu) svo foreldrar geti fylgt því eftir að ungmennið þeirra sé að fylla út eigið verkefni. Hægt væri að taka svefnskráninguna aðeins lengra og fá nemendur til að reikna út meðaltíma svefns síns og gera súlurit fyrir bekkinn sem sýnir hversu lengi þau sofa. Athuga: Farið er dýpra í andlega heilsu í kafla 7. KAFLI HEILSA 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=