Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 45 (þegar hópar eru búnir að vinna sín gildi kynna þeir niðurstöður sínar fyrir hinum hópunum og taka við ábendingum eða athugasemdum) Farið nú aftur í hópana ykkar og setjið gildið í samskiptasáttmálanum upp sem lítið veggspjald og þá með þeim atriðum sem sýna æskilega og jákvæða hegðun og hvaða hegðun við viljum forðast. (þegar nemendur hafa lokið við þessa vinnu skal taka sameiginlega umræðu með öllum hópnum) Nú erum við komin með sáttmálann okkar, það þýðir ekki að allt sé breytt þegar við mætum í skólann næst, heldur þurfum við smá æfingartímabil. Við þurfum að leiðbeina öðrum og geta einnig tekið til okkar gagnrýni. Við berum öll ábyrgð á því að sáttmálinn sé ekki brotinn. Hvað eigum við þá að gera ef sáttmálinn er brotinn? Við getum til dæmis: • Stigið inn í aðstæður, leiðbeint samnemanda og bent á sáttmálann. • Sett mörk með uppbyggilegri gagnrýni/leiðsögn. • Tekið á móti gagnrýni með því að þakka fyrir hana. • Hugsað út í eigin líðan og af hverju okkur leið þannig. • Talað við kennara, námsráðgjafa, deildarstjóra eða skólastjóra ef alvarlegt brot á sáttmálanum á sér stað. (Eftir að kennslustund lýkur getur þú einnig tekið saman gildin og sett upp sem samskiptasáttmála á stærra plagg en það sem nemendur unnu, þeirra vinna er þá ítarefni við stóra plaggið. Gott væri að taka samskiptasáttmálann reglulega upp og spyrja hvernig hefur gengið að viðhalda honum. Ef þú verður var/vör/vart við brot á sáttmálanum skaltu einnig grípa inn í og benda á sáttmálann) SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni kafla fjögur ættu nemendur að: • Hafa betri þekkingu á því hvað mörk eru og hvernig hægt er að setja mörk. • Hvað fellst í því að taka pláss. Áður en haldið er yfir í næsta kafla, rifjaðu stuttlega upp efni fyrsta kafla og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var ... 2. Ég myndi vilja vita meira um ... 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það ... Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=