Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 34 • Spurðu nemendur: Maður einn kaupir sér nýjan bíl og fer heim til konu sinnar til að segja henni fréttirnar. Hann fer í vitlausa átt á einstefnugötu, klessir næstum því á 7 manneskjur, fer upp á gangstíginn og styttir sér leið í gegnum almenningsgarð. Lögreglumaður sér þetta allt gerast en handtekur hann ekki. Af hverju? • Útskýrðu: Af því hann var gangandi. • Spurðu nemendur: Ef þið ættuð vél sem gæti framleitt milljón á hverjum degi hvað mynduð þið vera tilbúin til að borga fyrir hana? • Útskýrðu: Af hverju að borga fyrir vél sem þú átt nú þegar? • Spurðu nemendur: Í Suður-Afríku er ekki hægt að taka mynd af manneskju með viðarfót. Af hverju ekki? • Útskýrðu: Af því það er ekki hægt að taka mynd með viðarfæti, þú þarft myndavél til að taka mynd af fólki. • Spurðu nemendur: Hversu mikil mold er í holu sem er 2 m djúp, 3 m löng og 1,5 m breið? • Útskýrðu: Engin, af því þetta er hola • Spurðu nemendur: Vinur þinn segir að hann geti sagt til um stöðu hvers einasta fótboltaleiks áður en hann byrjar. Hann hefur rétt fyrir sér í hvert einasta skipti, hvernig má það vera? • Útskýrðu: Staðan er ávallt 0-0 áður en fótboltaleikir byrja. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 3.1 í dagbókinni. Horfið saman á auglýsingu, dæmi um auglýsingar sem hægt er að nýta: 2012 Coke commercial: ‟Catch” featuring NE_Bear COCA-COLA Emoticons AUKAVERKEFNI – STAÐREYND EÐA SKOÐUN Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Er einhver munur á skoðun og staðreynd? Í sumum tilfellum er erfitt að aðgreina þetta tvennt. Þegar þú heimsækir mismunandi vefsíður trúir þú öllu því sem þú lest? Það er til ógrynnin öll af upplýsingum á netinu og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að þróa með sér gagnrýna hugsun. Að auki þá er þetta ef til vill áminning um að mikilvægt sé að nýta traustar heimildir þegar þú vinnur að skólaverkefnum. Ef þú lærir ekki muninn á milli staðreynda og skoðana þá gætir þú lent í því að lesa, sjá eða heyra hluti sem staðfesta og ýta undir þær hugmyndir og skoðanir sem þú nú þegar hefur og eru ekki byggðar á staðreyndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=