Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 28 AUKAVERKEFNI – TILFINNINGARNAR MÍNAR Tveggja til þriggja daga verkefni. Nemendur lita inn í tilfinningahjólið í viðauka 6 á bls. 88 þær tilfinningar sem þau upplifðu yfir tímabilið. Gott er að senda póst heim þess efnis að þetta verkefni sé í gangi og að foreldrar minni á það. Verkefnið hjálpar nemendum að greina betur eigin tilfinningar og setja orð á bak við þær. Verið viss um að vera búin að fara yfir tilfinningahjólið með nemendum svo þau skilji tilfinningaorðin. KENNSLUSTUND 2 BJARGRÁÐ - KVÍÐI KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Tilfinningar okkar byggjast á hormónum. Hormón myndast í kirtlakerfinu okkar á mismunandi stöðum í líkama okkar. Til dæmis myndast hormónin adrenalín og kortisól í nýrunum. Það eru streituhormón og byrja að flæða um líkama okkar þegar við upplifum streitu, hættuástand eða kvíða. Þar sem að hormón ferðast um líkama okkar með blóðrásinni þá eiga þau til að vera lengi á leið úr kerfinu okkar. Þess vegna hættum við ekki strax að vera stressuð þegar hættuástandið er liðið hjá heldur hefur það áfram áhrif á líkamsstarfsemi okkar (t.d. ef ég er á leið yfir gangbraut og bíll kemur brunandi í átt að mér, fer yfir gangbrautina og litlu munar að ég verð fyrir bílnum. Ég upplifi hræðslu þegar ég sé bílinn en þó bíllinn sé farinn hjá þá er ég enn þá með hraðan hjartslátt og hraða öndun.) Þegar nýrun losa kortisól hormónið út í blóðrásina þá hefur það áhrif á allan líkamann. Þegar það fer um blóðrásina og inn í hjartað veldur það örari hjartslætti og þannig hærri blóðþrýstingi og hraðari öndun (stundum upplifum við andþyngsli vegna þessa). Þegar hormónið kemst upp í heilann þá sendir heilinn skilaboð um taugakerfið okkar sem getur valdið „fiðrildum‟ í maganum, magaverkjum og ógleði, aukið magasýruna í maganum svo að við fáum bakflæði og aukna matarþörf svo dæmi séu tekin. Þegar við erum stöðugt í streituvaldandi aðstæðum getur það haft mikil áhrif á líkama okkar. Með öllum þessum líkamlegu einkennum er líkami okkar að senda okkur skilaboð. Þess vegna er mikilvægt að þegar við upplifum þessi „skilaboð‟ að staldra við og spyrja sig, hvað er að valda þessu og er þetta raunveruleg „ógn‟? Með því að greina uppruna þeirra hugsana eða aðstæðna sem komu af stað streituhormónum þá getum við talað gegn þeim. Við getum einnig nýtt okkur að draga djúpt inn andann, taka núvitundaræfingar eða aðra slökunaræfingar til að draga úr kvíða/streitu. Dæmi: Ég á að kynna verkefni með hópnum mínum á morgun. Ég er að upplifa mikinn hjartslátt, andþyngsli, magaverk og ég get ekki sofnað. Ég ligg í rúminu mínu og byrja 2.2 Dagbók bls. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=