Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

27 mms.is UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Hlaðvarpið gefur góða innsýn inn í tilfinningavitund, líðan, hegðun og hugsanir og hvernig allt fernt hefur áhrif á hvert annað. Skoðum tilfinningahjólið á bls. 18 í dagbókinni. Hvaða tilfinningaorð eru ný fyrir ykkur? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Biturð, hafið þið oft heyrt það? ˚ Hvaða tilfinningaorð notið þið mest? ˚ Hvaða tilfinningaorð finnst ykkur jákvæðast? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 2.1 í dagbókinni. FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Innri verkstjórn er hæfni okkar til að hafa stjórn á hegðun okkar, geðhrifum og hugsunum við allar aðstæður. Við lærum innri verkstjórn af reynslu og grunnurinn er lagður strax í barnæsku. • Spurðu nemendur: Þegar þið voruð ungabörn höfðuð þið litla eða enga stjórn á tilfinningum ykkar en eftir því sem þið urðuð eldri þá lærðuð þið að hafa stjórn á þeim. Getið þið nefnt einhverjar tilfinningar sem þið hafið stjórn á í dag en höfðuð ekki þegar þið voruð ungabörn? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Vonbrigði? ▪ Dæmi: Þegar þið voruð í búð með foreldrum ykkar og fenguð ekki nammið sem ykkur langaði í – mögulega var grátið, jafnvel öskrað. • Spurðu nemendur: Getið þið nefnt dæmi úr raunveruleikanum þar sem einstaklingur hafði ekki stjórn á tilfinningum sínum og lenti t.d. í vandræðum þess vegna? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Vonbrigði? ▪ Dæmi: Leikmaður í fótbolta sem tapar leik verður reiður og sýnir óásættanlega hegðun á vellinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=