Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 10 HUGTAKALISTI STAÐALMYND (e. Stereotype) eru þær fyrirframgefnu hugmyndir sem við höfum um einstaklinga út frá t.d. klæðaburði, hvaða hópi þau tilheyra og hvernig þau tala. Staðalmyndir eru oft á tíðum ýktar alhæfingar um einstaklinga sem byggja á veikum grunni. Þær geta einnig ýtt undir fordóma. SJÁLFSMYND (e. Self image) er sú hugmynd, sýn og/eða skoðun sem einstaklingur hefur um sjálft sig. Sjálfsmynd einstaklings byggir meðal annars á hugsunum, gildismati, aldri, persónuleika, líkamsmynd og áhugamálum. Sjálfsmyndin er í stöðugri mótun og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi okkar þar sem hún hefur áhrif á líðan okkar, hugsanir, samskipti, hegðun og fleira. SAMKENND (e. Compassion) má skilja sem hlýju, skilning og sanngirni. SAMKENND Í EIGIN GARÐ (e. Self-compassion) er samkennd sem þú beinir að sjálfri eða sjálfum þér. Samkennd í eigin garð snýst ekki um að réttlæta sig, heldur um raunsæja og sveigjanlega hugsun og gagnleg viðbrögð við aðstæðum sem við erum ósátt við. Samkennd í eigin garð eflir getu barna til að forgangsraða áherslum og gera greinarmun á því sem skiptir þau miklu máli og því sem skiptir þau minna eða engu máli. HÓPÞRÝSTINGUR (e. Peer pressure) er þegar sá hópur sem við tilheyrum er að beita einstaklinga þrýstingi til að hegða sér á ákveðinn hátt. Einstaklingar vilja finna að þeir tilheyri hópnum og eftir því sem hættan er meiri á að vera útilokuð frá hópnum því líklegra er að einstaklingar láti undan þrýstingi. Mikilvægt er að láta ekki hópþrýsting þvinga okkur til að fara yfir eigin mörk. FORDÓMAR (e. Prejudice) eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru stundum skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=