Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 24 Mismunun vegna kynhneigðar Andrei / Ungliðahópur Samtakanna ‘78 Hugtakið „hinsegin“ er notað yfir allar kynhneigðir aðrar en gagnkynhneigð. Eins og segir í kaflanum Hvað er kyn? sýndi rannsókn Alfreds Kinseys fram á það að kynhneigð væri flókin og margslungin flétta kynhegðunar, kynvitundar og kynlangana. Á sjö þrepa skala Kinseys við greiningu kynhneigðar voru langflestir í þrepunum á milli algjörrar gagnkynhneigðar og algjörrar samkynhneigðar (eða frá einum til sex). Pólskipting gagnkynhneigðar og hinsegin hneigða er því bæði úr sér gengin og gagnslaus. Þrátt fyrir það lifum við í samfélagi sem gerir ráð fyrir gagnkynhneigð og því hafa aðrar kynhneigðir þurft að sæta jaðarsetningu. Því fylgir oft krafan um að hinsegin fólk þurfi að „koma út úr skápnum“ eða opin- bera kynhneigð sína á þann hátt sem gagnkynhneigðir eru aldrei krafðir um. Helstu hugtök Gagnkynhneigð – að laðast að einhverjum af gagnstæðu kyni. Samkynhneigð – að laðast að einhverjum af sama kyni. Tvíkynhneigð – að laðast hvort heldur að einhverjum af gagnstæðu eða sama kyni. Trans – er hugtak sem er notað yfir fólk sem fer út fyrir hefðbundið kyn: Transkona er kona sem fæddist í karlkyns líkama. Transkarl er karl sem fæddist í kvenkyns líkama. Sumir fara í aðgerðir, aðrir ekki. Sumir vilja hvorki skilgreina sig sem karl eða konu og aðrir vilja blöndu af hvoru tveggja. Þá ber að hafa í huga að sumt fólk vill ekki láta skilgreina sig í ofangreinda flokka og enn aðrir hafa enga kynhneigð eða -langanir. Frekari upplýsingar og aðstoð má nálgast hjá samtökum eins og Samtökunum ‘78. Saga Andrei er skálduð en byggð á fréttum frá Rússlandi. Hugmyndir að verkefnum • Hvaða réttindi eru brotin á Andrei? Í Rússlandi er núna bannað að sýna opinberlega merki um samkynhneigð eða stuðning við réttindabaráttu þeirra. Sjáið þið eitthvað í Barnasáttmálanum sem stangast á við nýju lögin í Rússlandi? • Kynhneigð er viðkvæmt mál fyrir börn snemma á unglingsaldri. Þau nota hins vegar gjarnan orð sem vísa í kynhneigð sem skammaryrði án þess að átta sig á samfélagslegum tilvísunum og afleiðingum þess. Það væri gott að geta rætt við nemendur um staðalímyndir af kynhneigð fólks og hvernig þær stangast á við raunveruleikann. Þá er gott að benda þeim á þá kúgun sem felst í notkun tilvísana í kynhneigð fólks sem skammaryrði. Kynhneigð er ekkert til að skammast sín fyrir. • Ræðið hvernig fordómar gagnvart kynhneigð birtast í samfélaginu hjá okkur (staðalímyndir í sjón- varpi, brandarar, skammaryrði). • Nýtið „hvað ef“ -leiðina og ímyndið ykkur að samkynhneigð væri samfélagslega viðurkennda kyn- hneigðin en gagnkynhneigð frávikið. • Setja má upp tímalínu með mikilvægum áfangasigrum í réttindabaráttunni á Íslandi. Hvað vantar enn upp á að réttindin séu til jafns við réttindi gagnkynhneigðra?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=