Bókablikk - Saman gegn matarsóun

4 Saman gegn matarsóun 2. Hluti. Mælingar og kostnaður við matarsóun Í öðrum hluta námsefnisins munuð þið kanna matarsóun skólans með mælingum og finna hvar tækifæri liggja til að minnka hana. Verkefnið kallar á samstarf í skólanum, við m.a. matráða og heimilisfræðikennara. Þessi samvinna er lykillinn að velgengni í þessum hluta verkefnisins. Sjá verkefni 5-7. • Hve mikill matur fer til spillis við undirbúning máltíða? • Hve mikill matur fer til spillis við borðhaldið (sem skafið er af diskunum)? • Hve mikill matur verður eftir í lok máltíðar? • Hvað kostar maturinn sem sóast? Hvers virði er maturinn og hve miklum peningum er verið að sóa með því að henda matnum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=