Bókablikk - Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 11 Verkefnavinna Til dæmis skriflegt verkefni, glærusýning eða veggspjald. Verkefni : A. Farið yfir skilgreiningarnar sem tengjast matarsóun. Hver hópur getur tekið fyrir eina eða fleiri skilgreiningar, rætt og útskýrt fyrir hinum í bekknum. B. Tengið matarsóun við loftslagsmálin og loftslagshamfarir í heiminum. Af hverju er mikilvægt fyrir jörðina að við sóum ekki mat? C. Tengið matarsóun við tap á lífbreytileika í heiminum. Eru vistkerfi og lífverur í hættu vegna matarsóunar okkar? D. Skoðið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og finnið þau markmið sem koma að matarsóun. E. Það fara um 14 milljónir km2 (ferkílómetra) af landi undir framleiðslu á mat sem er hent. Ísland er 103.125 km² að stærð. Reiknið út hvað mörg „Íslönd“ (flatarmál Íslands) fara undir framleiðslu á mat sem er hent á hverju ári. Flatarmál allra landa er hægt að finna á Wikipedia. (Rétt svar er í ítarefni). F. Finnið út hversu mikið vatn fór í að framleiða t.d. eitt epli, eitt glas af appelsínusafa og einn hamborgara. (Rétt svör eru í ítarefni). Af hverju haldið þið að það sé svona mikill munur? Gagnleg leitarorð í tengslum við vatn og framleiðslu á mat og drykk: • FAO (Food and Agriculture Organization of the United Nations) + „How much water is needed to produce“ • „The water we eat“ • „Water footprint of food“ eða „Water footprint of your breakfast“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=