Bókablikk - Íslendingaþættir

13 vitur og örlátur. Greinilegt er af hverju hann hefur sprett erminni af. Honum finnst að ég hafi bara aðra höndina og þá hönd sem vill bara þiggja gjafir en gefur aldrei og farðu nú og sæktu hann.“ Og var svo gert og fór Brandur til konungs. Konungur gaf honum margar góðar gjafir og sýndi honum virðingu. Og var þetta gert til að reyna hann. Rifjið upp: 1. Hvað merkir hinn örvi? 2. Hvaðan var Brandur hinn örvi? 3. Hvað gerði Brandur þegar konungur sendi Þjóðólf í þriðja sinn til hans og bað þá um kyrtilinn sem hann var í? Til umræðu: • Faðir Brands hét Vermundur Þorgrímsson og bjó í Vatnsfirði. Hvar er Vatnsfjörður? • Hvað fannst Þjóðólfi um Brand? Hvað sagði hann við Harald konung? • Hvað vildi Haraldur konungur gera til að komast að örlæti (gjafmildi) Brands? • Hvers vegna hélt Brandur eftir annarri erminni af kyrtlinum? Finnst ykkur þetta rétt hjá honum? • Hver var þessi Haraldur? Hvenær var hann konungur í Noregi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=