Bókablikk - HÖNNUN KÖNNUN

4 Grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi við gerð verkefnanna en eins og tekið er fram í almennum hluta aðalnámskár grunnskóla (2011) skal unnið eftir öllum sex grunnþáttum menntunar í öllu skólastarfi. Um markmið grunnþáttanna segir: Læsi: Eins og fram kemur í ritinu Læsi (Stefán Jökulsson, 2012) sem kom út á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunnar, er læsi margþætt. Mikilvægt er að börn nái góðum tæknilegum tökum á lestri og ritun en nú sem aldrei fyrr ber að beina sjónum að allri þeirri tækni sem stendur nemendum til boða í samskiptum og námi sem getur átt sér stað hvar og hvenær sem er. Nám er ekki lengur einskorðað við bækur eða skólastofur. Litið er svo á að lífið allt sé nám. Meginmarkmið grunnþáttarins læsi er að hjálpa nemendum að læra að leggja greinandi mat á það sem fyrir augu og eyru ber til að gera þá að virkum þátttakendum í að umskapa heiminn og bregðast á persónulegan og frumlegan hátt við því sem þeir læra eða vilja tileinka sér. Sjálfbærni: Sjálfbærni snýr að því að mæta þörfum samtíðar hvað varðar umhverfi, efnahag, samfélag og velferð, með það fyrir augum að skerða ekki lífsgæði komandi kynslóða eða möguleika þeirra á að mæta sínum þörfum. Hugmyndafræði sjálfbærni eða sjálfbærrar þróunar gengur út á það að við sem lifum á Jörðinni búum þannig um hnútana, göngum þannig um í lífi og starfi, að afkomendur okkar taki ekki við Jörðinni og lífríki hennar í lakara ástandi en þegar við tókum við því. Hringrás framleiðslu, neyslu og efnahags er órjúfanlegur hluti samfélaga. Stefna stórfyrirtækja og stjórnmála í efnahagsmálum skiptir miklu máli fyrir einstaklinga og öfugt. Efnahagskerfi hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að sanngjarnri og skynsamlegri skiptingu auðlinda. Þannig má efnahagslegur vöxtur hvorki byggja á né leiða til óhóflegs eða óafturkræfs ágangs á náttúruna. Greint er frá markmiðum grunnþáttarins Sjálfbærni í samnefndu riti Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunnar, (Sigrún Helgadóttir, 2013) en þeim er ætlað að stuðla að gagnrýnum skilningi á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða og stuðla að sjálfbærri, hófsamri þróun. Heilbrigði og velferð: Heilbrigði ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis og byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan án tillits til félagslegrar stöðu. Skólastarf þarf að hlúa að þessum þremur grunnþáttum heilbrigðis og stuðla Grunnþættir í menntun ásamt áhersluþáttum grunnskólalaga skulu vera leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum í grunnskóla. Þeir eiga að birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans. […] Þeir eiga það flestir einnig sammerkt að vera ekki bundnir við einstakar námsgreinar eða afmarkaða þætti skólastarfs heldur þurfa þeir að vera almennt leiðarljós í allri menntun í grunnskóla, bæði formlegri og óformlegri og í starfsháttum skóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bls. 34-35). Grunnþættir menntunar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=