Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 7 1. Sjálfsmynd Mynd bls. 5: Sjálfsmynd Mynd bls. 6: Tíminn í dag 1. Sjálfsmynd 2. Sjálfsstyrkur 3. Ákveðni 4. Sjálfsrækt 5. Gagnrýni 6. Hrós Mynd bls. 7: Sjálfsmynd Ræðið að sjálfsmyndin er myndin sem við höfum af okkur sjálfum. Til að skoða hvað sjálfsmyndin er, er ágætt að svara eftirfarandi spurningum: • Hver er ég? • Hvað lýsir best persónuleika mínum? • Hvaða mynd hef ég af sjálfum mér? • Fyrir hvað stend ég? • Hverjir eru styrkleikar mínir? • Hverjir eru veikleikar mínir? • Hver eru mín áhugamál? Mynd bls. 8: Verkefni – Sjálfsmynd Tvö og tvö taka viðtal við hvort annað, skrifa niður eða strika undir rétt orð í lið 2 og 3. Síðan kynnum við þann sem við tókum viðtal við fyrir hópnum eftir viðtalið. Prentið út verkefnablað 1 til að nemendur geti fyllt það út. Spurningar 1. Nafn, aldur, afmælisdagur, hverjir eru í fjölskyldunni þinni. 2. Áhugamál (sund, hlaupa, skautar, skíði, handbolti/fótbolti, boccia, kór, fimleikar, teikna, lesa). 3. Persónuleiki þinn(við getum verið feimin, ófeimin, róleg, fyndin, hress, félagsverur, hlédræg). 4. Kvikmyndir/þættir/tölvuleikir. Mynd bls. 9: Sjálfsmynd sveiflast upp og niður • Það er eðlilegt að sjálfsmynd okkar sveiflist upp og niður, hún getur bæði verið sterk og veik. Það getur verið út af því hvernig okkur líður eða hvernig aðrir koma fram við okkur • Við verðum sjálf að vera góðar fyrirmyndir og komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur • Við berum ábyrgð á eigin hegðun og hvernig við komum fram við aðra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=