Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 69 Mynd bls. 245: Hverjir misnota? Það getur verið hver sem er, einhver sem þú þekkir eða einhver í fjölskyldunni þinni. Hér koma nokkur dæmi: • Einhver í fjölskyldunni. • Einhver ókunnugur sem þú hittir. • Einhver sem þú þekkir lítið. • Einhver sem þú þekkir vel og þykir vænt um. • Einhver sem þú vinnur með. • Einhver sem þú býrð með. Ef einhver misnotar þig er það ekki þér að kenna, það er aldrei þín sök. Sá sem beitir þig ofbeldi er sekur. Ef einhver reynir að gera eitthvað kynferðislegt við þig án þíns samþykkis er viðkomandi að brjóta lög. Af hverju virða sumar manneskjur ekki samþykki og brjóta á öðrum með kynferðislegu ofbeldi? Þessu getur stundum verið erfitt að svara og getur verið samspil margra þátta eins og til dæmis: • Reglulegrar notkunar á kynferðislegu myndefni. • Tengst erfiðri lífsreynslu úr æsku. • Reglubundinna kynferðislegra hugsana og hugaróra. • Óviðeigandi tilfinningatengsla. • Að þekkja ekki hvað líkamleg mörk og samþykki felur í sér. • Að vita ekki hvernig á stjórna kynferðislegum hvötum sínum í samvistum við aðra. Það getur verið áskorun að ræða þessa hluti og fyrir suma er erfitt að átta sig á ástæðunum. Að skilja hegðunina er fyrsta skrefið í því að gera jákvæðar breytingar. Mikilvægt er fyrir þá sem brjóta á öðrum og þekkja ekki að það þarf að fá samþykki þurfa að fá hjálp. Skoðið heimasíðuna: Taktu skrefið en þar er hægt að fá meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að hafa stjórn á kynferðislegri hegðun sinni (www.taktuskrefið.is) Mynd bls. 246: Kæri sáli Kæri sáli. Ég fór að djamma um daginn með vinkonum mínum niðrí bæ. Á einum staðnum bauð strákur mér uppá drykk, sem ég þáði. Við byrjuðum að spjalla og mér fannst hann mjög sætur og skemmtilegur. Við dönsuðum aðeins saman og kysstumst svo. Hann spurði mig hvort ég vildi fara heim með honum, ég var ekki alveg viss af því ég var bara að kynnast honum. Hann sagði að við þyrftum alls ekki að stunda kynlíf, gætum bara haldið áfram að kyssast og kúra. Ég fór heim með honum og þegar við vorum komin upp í rúm byrjaði hann að klæða mig úr fötunum, ég sagði ekki neitt en fannst það smá skrýtið af því við ætluðum ekki að stunda kynlíf. Síðan byrjaði hann að koma við píkuna á mér og brjóstin. Ég reyndi að ýta honum frá mér og segja nei en hann sagði mér bara að slaka á. Síðan setti hann typpið á sér inn í píkuna á mér. Ég gjörsamlega fraus. Þetta var ekki það sem ég vildi og mér líður svo illa. Hvað get ég gert? Þetta getur verið viðkvæmt umræðuefni fyrir marga. Látið því nemendurna vita að þið séuð að fara að ræða um nauðgun og þeir sem treysta sér ekki til að taka þátt í umræðunni mega taka sér hlé. Þetta er engu að síður mikilvæg umræða og gott ef sem flestir geta hlustað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=