Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 67 Hegðunin byrjar stundum á góðum nótum en verður árásargjarnari og jafnvel ofbeldisfull með tímanum. Stundum er umsáturseinelti partur af ofbeldi í nánu sambandi. Eins og með annað ofbeldi snýst umsáturseinelti um stjórnun. Umsátrið hræðir þig svo að þú breytir þinni rútínu og hegðun og skapar óöryggi. (www.112.is). Mynd bls. 235: Stafrænt kynferðisofbeldi Til eru ýmis hugtök yfir kynferðislega misnotkun/ofbeldi eftir því hvernig þau birtast. Stafrænt ofbeldi beinist gegn þér á samfélagsmiðlum, sem felur í sér birtingar og dreifingar mynda af þér án samþykkis, eða að þú færð myndir sendar sem þú hefur ekki samþykkt að móttaka. Dæmi um stafrænt ofbeldi er ef einhver sendir öðrum myndir af einkastöðunum þínum. Mynd bls. 236: Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi ólöglegt. Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver: • Knúsar þig kröftuglega eða kyssir þig. • Reynir að snerta einkastaðina þína. • Reynir að láta þig snerta einkastaði sína. • Leyfir öðrum að snerta einkastaðina þína. • Neyðir þig til að fara úr fötunum og vill jafnvel taka myndir af þér án fata. • Reynir að fá þig til að horfa á sig eða einhvern annan gera eitthvað kynferðislegt. • Reynir að fá þig til að horfa á myndir eða myndbönd af fólki að gera eitthvað kynferðislegt. • Hefur kynmök við þig án samþykkis. Það kallast nauðgun. Mynd bls. 237: Nauðgun Nauðgun er skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis er um nauðgun að ræða. Nauðgun getur verið beitt í samböndum en oft er erfitt að átta sig á því hvað hefur gerst þegar fólk er tengt okkur tilfinningaböndum. Ef þú hefur upplifað einhvers konar þvingun eða að farið hafi verið yfir mörk í kynlífstengdum athöfnun sem þér líður ekki vel með er það þess virði að skoða það betur og leita aðstoðar hjá aðilum sem þú treystir. Mynd bls. 238: Kynferðislegt ofbeldi er aldrei leyndarmál Sá sem nauðgar eða misnotar þig gæti sagt þér að segja engum frá. Þetta sé leyndarmálið ykkar. Aldrei geyma vond leyndarmál með sjálfri þér, leitaðu til aðila sem þú treystir og talaðu um það sem gerðist. Mynd bls. 239: Kynferðislegt ofbeldi er glæpur Kynferðisofbeldi er glæpur og fólk getur verið dæmt til að greiða sekt eða í fangelsi fyrir að fremja kynferðisbrot. Mynd bls. 240: Nei Það er mikilvægt að segja „NEI“ ef þú vilt ekki að einhver reyni að snerta þig eða fá þig til að stunda kynlíf eða sýnir þér kynferðislega áreitni af einhverjum toga. Þú getur sagt nei með líkama þínum eða röddinni og komið þér í burtu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=