Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 57 Mynd bls. 188: Stopp Það er þinn réttur að hætta hvenær sem er, ef þú vilt ekki meira segðu stopp með líkama þínum og/eða orðum. Mynd bls.189: Skyndikynni eða ástarsamband? • Kynlíf er val fólks. • Áður en ungt fólk byrjar að stunda kynlíf getur verið gott fyrir suma að kynnast áður. • Sumir kjósa að stunda kynlíf þegar það er að hittast í fyrsta skiptið og hittist svo ekki aftur, það kallast skyndikynni. • Það er val fólks og mikilvægt að báðir aðilar séu sammála og þekki hvað öruggt kynlíf og samþykki felur í sér áður en það byrjar að stunda saman kynlíf. Mynd bls. 190: Verkefni – Hverjir mega stunda kynlíf? Biðjið nemendur að merkja við hverjir mega stunda kynlíf og hverjir ekki. Mynd bls. 191: Kæri sáli Kæri sáli. Ég og kærastinn minn fórum á „deit“ um helgina. Það var búið að vera mjög gaman og þegar við komum heim fórum við í sleik uppi í rúmi. Hann spurði mig hvort ég vildi stunda kynlíf og ég sagði já. Hann byrjaði síðan að setja hendurnar inn fyrir fötin mín. Ég hélt að mig langaði að stunda kynlíf en síðan þegar hann byrjaði að snerta mig fann ég að ég var ekki í stuði. Ég reyndi að ýta höndunum í burtu en hann hætti ekki. Við enduðum á að stunda kynlíf. Umræður • Spurði kærastinn um leyfi áður en hann byrjaði að snerta hana? • Stoppaði kærastinn þegar hún gaf til kynna að hún vildi hætta? • Hún virtist fyrst vera tilbúin í kynlíf en skipti síðan um skoðun, virti kærastinn það? • Fékk kærastinn samþykki? Mynd bls. 192: Samþykki Samþykki er einn mikilvægasti þáttur í öllum samböndum, ekki síst í ástarsamböndum Stundum þurfum við að taka mikilvægar ákvarðanir um líkama okkar og persónuleg mörk. Ákvarðanataka um líkama okkar er kölluð samþykki. Samþykki þýðir að gefa leyfi fyrir því að eitthvað gerist. • Þegar kemur að kynlífi og kynferðislegum athöfnum höfum við rétt á að ákveða hvenær, hvar, hvernig og með hverjum okkur langar til að gera eitthvað (svo lengi sem hinn samþykki líka). • Þó að samþykki sé veitt í byrjun þýðir ekki að það megi ekki draga það til baka hvenær sem er í kynlífinu. Við skuldum engum neitt. • Það er mikilvægt að tala um hlutina og virða mörk hins aðilans. Það þarf að spyrja leyfis í stað þess að gera ráð fyrir að mega gera eitthvað. Til þess þarf að tala saman og lesa í líkamstjáningu og líðan einstaklinga. • Sofandi eða meðvitundarlaust fólk getur ekki veitt samþykki. • Kynlíf er aldrei skylda hvort sem þú ert í sambandi eða ekki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=