40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 48 Mynd bls. 151: Heilbrigð sambönd • Heilbrigt samband á milli para felur í sér: ◌ Traust. ◌ Virðingu. ◌ Tilfinningar og skoðanir ykkar beggja skipta máli. ◌ Þið þurfið ekki alltaf að vera sammála en þið þurfið að geta sagt frá og talað um hvernig ykkur líður. Berið virðingu fyrir skoðunum hvort annars. ◌ Báðir aðilar þurfa að leggja sig fram til að sambandið gangi vel. • Frelsi til að vera þú eins og þú ert. ◌ Þið þurfið ekki alltaf að vera saman, hittið vini og fjölskyldu stundum án hvors annars. ◌ Verið góð hvort við annað. ◌ Sýnið hvort öðru skilning og hvatningu með uppbyggilegum hætti, til dæmis til að rækta áhugamál sín. ◌ Eigðu lykilorð eins og til dæmis að Facebook, Instagram og Snapchat út af fyrir þig. Mynd bls. 152: Stuttmynd um heilbrigt samband Horfið á myndbandið um þróun ástarsambands. Texti myndbands: Athugið að rauðu hugtökin lýsa því sem er í gangi í sambandinu. 1. Óli er 18 ára og Sigga kærastan hans er 19 ára. Þau eru búin að vera saman í 4 mánuði. 2. Óli og Sigga eru sammála um að nú sé í lagi að birta að þau séu par á samfélagsmiðlum. Stafræn mörk 3. Stundum fer Óli að hitta vini sína án Siggu, það er allt í lagi. Sigga treystir Óla. Traust og skilningur 4. Sigga hittir líka vini sína stundum án Óla. Óla finnst það í góðu lagi því hann treystir Siggu. 5. Þau skilja að þau þurfa sinn tíma með sínum vinum. 6. Í samböndum skiptir virðing miklu máli, Óli og Sigga virða að þau þurfa stundum tíma út af fyrir sig þó svo að þeim finnist líka mjög gott að vera saman. Virðing 7. Sigga og Óli eru ekki alltaf sammála. Þau eru með mjög ólíkan tónlistarsmekk og alls ekki sammála í pólitík en þau virða skoðanir hvort annars. Það er í góðu lagi að vera ekki alltaf sammála. Virðing 8. Sigga og Óli sýna hvort hvort öðru skilning og hvatningu með uppbyggilegum hætti, til dæmis til að rækta áhugamál sín. (Hann að horfa á bolta með vinum sínum, hún heima.) Skilningur 9. Þau eru sammála um það að ástarsamband er vinna og passa sig að tala saman um hvernig þeim líður. Tala saman/samskipti 10. Þeim finnst dálítið erfitt að tala um kynlíf en vita að það er mikilvægt að geta talað saman um það og virða mörk hvort annars. Siggu fannst óþægilegt þegar þau voru að byrja saman hvernig Óli var í sleik, þ.e. hvernig hann notaði tunguna. Þau ræddu þetta og það gengur miklu betur. Líkamleg mörk Mynd bls. 153: Óheilbrigð sambönd • Óheilbrigð sambönd byggjast meðal annars á því að hinn aðilinn er ráðríkur eða vill stjórna þér: ◌ Reynir að stjórna hverja þú hittir og hvenær. ◌ Reynir að draga úr þér þegar þig langar til að hitta vini þína í einrúmi, fjölskyldu eða stunda áhugamál þín. ◌ Gerir lítið úr þér þegar þið eruð ein eða innan um annað fólk. • Lætur þig fá samviskubit til dæmis í tengslum við að þú sért ekki nægilega góð og tillitsöm.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=