Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 38 6. Ástarmálin Mynd bls. 111: Ástarmálin Mynd bls. 112: Tíminn í dag 1. Hvernig var síðasta vika? 2. Spurningar úr síðasta tíma 3. Að kynnast 4. Daður 5. Spennt / ekki spennt 6. Stefnumót Mynd bls. 113: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Útlit er ekki allt, heldur hvernig manni líkar við hina manneskjuna? 2. Það skiptir máli að hafa svipuð áhugamál? 3. Það er allt í lagi að hafa mikinn aldursmun í sambandi? 4. Ég á séns í hvern þann sem ég er skotin/n í? 5. Þú getur orðið skotin/n í hverjum sem er? 6. Það er auðvelt að ruglast á því að vera aðdáandi eða ástfanginn? Mynd bls. 114: Að kynnast • Sumir þekkja ekki marga en langar til að eignast kærasta. Umræður: • Hvar get ég kynnst nýju fólki? Mynd bls. 115: Stefnumót • Stefnumót, „date“ eða hittingur er næsta skref þegar þú hefur kynnst einhverjum og langar til að hitta aftur í rómantískum tilgangi. • Stundum ganga stefnumót vel og þróast í ástarsambönd. • Stundum ganga stefnumót ekki vel og þróast ekki í ástarsambönd. Mynd bls. 116: Hvað er daður? • Daður er undanfari þess að reyna við einhvern. Daður er ákveðin hegðun sem manneskja sýnir annarri manneskju þegar henni líst vel á hana. • Daður er líkamstjáning, sem felur í sér hvernig þú horfir eða talar við aðra manneskju. • Með því að daðra við aðra manneskju ertu að gefa henni vísbendingu um að þér lítist vel á hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=