Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 36 Mynd bls. 104: Kæri sáli Kæri sáli. Ég er búin að vera að hitta aðra stelpu í nokkrar vikur. Hún er alveg sæt og fyndin, er mjög félagslynd, vinsæl og svolítill djammari. Ég sjálf er frekar feimin, líður best í litlum hópi, finnst gott að vera heima og fara í göngutúra. Hún vill sjaldan gera það sem mér finnst skemmtilegt en vill alltaf að ég komi með henni þegar hún fer að hitta vini sína. Mér líður ekki alltaf vel þegar ég fer út með henni. Hún er samt svo ótrúlega skotin í mér að ég vil ekki hætta að hitta hana. Umræður: • Eiga þessar stelpur samleið? • Ætti hún að hætta að hitta hana? • Á að deita einhverja bara af því hún er skotin í manni? • Er þetta hennar smekkur? Ætli hún hafi velt því fyrir sér hvað það er sem skiptir hana máli í fari annarra? Mynd bls. 105: Skiptir aldur máli? • Ef það er mikill aldursmunur þá er hætta á að það verði ákveðið ójafnvægi í sambandinu. • Sá sem er eldri finnst hann kannski bera meiri ábyrgð og vill ráða meiru vegna reynslu sinnar og meiri þroska á ýmsum sviðum, til dæmis í kynlífi. Mynd bls. 106: Skiptir aldur máli? Ef þú ert með aðila sem er mun eldri er líklegt að hann sé á öðrum stað í lífinu en þú. Dæmi: • 18 ára stelpa með 30 ára manni. • Stelpunni finnst gaman að hitta vini og hanga með þeim og vera úti á lífinu. • Maðurinn er kominn á þann stað í lífinu að hann langar til að fara að búa, kannski eignast börn og stofna fjölskyldu. Mynd bls. 107: Verkefni – Umræður um aldursmun Ræðið af hverju aldur skiptir máli og hversu mikill aldursmunur sé í lagi, notið dæmin hér að neðan til aðstoðar. • Parið er jafngamalt. • Þriggja ára aldursmunur. • 10 ára aldursmunur. • 15 ára aldursmunur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=