Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 22 Útskýrið: Mörg okkar eru með hár um allan líkamann (sum meira en önnur). Hárið á höfði okkar framleiðir olíu sem gerir það feitt ef við þvoum það ekki nógu vel. Við erum líka með hár á kynfærum okkar til að vernda þau. Við getum valið hvað við gerum við hárið á höfðinu og stundum látið klippa það eins og við viljum. Við þurfum að hugsa vel um hárið, notum sjampó til að þvo það að minnsta kosti annan hvern dag. Flestir þurfa aðeins lítið magn af sjampó – sumir sem eru með þurrt hár. Notaðu hárnæringu eða það flækist auðveldlega. Það er mikilvægt að passa að skola sápu og hárnæringu vel úr hárinu á eftir. Síðan þarf að bursta eða greiða það á eftir þegar við höfum þurrkað það vel. Mynd bls. 54: Hárin á líkama okkar Önnur hár á líkama okkar þarf einnig að snyrta. Það eru stundum einhver hár þar eða í andlitinu sem við viljum ekki hafa. Hvernig getum við tekið þau af? Sumir velja að raka eða snyrta hárin á kynfærunum eða fara á snyrtistofu. Skoðið glæru: • Hvernig snyrtum við önnur hár á líkamanum? • Rakstur: ◌ Rakstur felur í sér að hár er fjarlægt með því að nota rakvél og raksápu. Fólk notar oft rakstur sem aðferð til að fjarlægja hár í andliti, hár undir handleggjum og hár á fótleggjum. Þau sem vilja ekki safna skeggi þurfa að raka sig reglulega. • Vaxmeðferð: ◌ Vaxmeðferð felur í sér að hár er fjarlægt af rótinni með vaxstrimlum en það vex aftur eftir tvær til sex vikur. Hægt er að vaxa næstum hvaða svæði líkamans sem er, þar á meðal: augabrúnir, kynhár, fætur, handleggi, bak og fleira. • Plokkun: ◌ Plokkun felur í sér að hár er fjarlægt af rótinni með því að nota plokkara. Augabrúnir eru það svæði líkamans sem oftast er snyrt með því að nota plokkara. Mynd bls. 55: Tennur Tennur ætti að bursta á hverjum degi, tvisvar á dag, eftir að við borðum morgunmat og eftir kvöldmat eða fyrir háttinn. Samhliða því að bursta tennurnar er mikilvægt að nota tannþráð. Og stundum munnskol. Ef við burstum ekki tennurnar nógu oft getur það leitt til tannholdssjúkdóma eða við fáum holur í tennurnar. Eftir burstun þarf að skola tannburstann undir volgu vatni. Síðan er mikilvægt að láta tannlækni fara yfir tennurnar að minnsta kosti einu sinni á ári. Mynd bls. 56: Handþvottur Setjið í poka, naglaskæri, naglaklippur handsápu, naglaþjöl. Fáið nemendur til að taka upp einn hluta og lýsa fyrir bekknum hvað þetta er. Tíður og réttur handþvottur hjálpar til við að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkla sem leiða til veikinda og sjúkdóma. Við ættum að þvo okkur um hendurnar áður en við borðum, eftir að við notum klósettið, eftir að við hnerrum, hóstum eða snýtum nefið og eftir að við snertum rusl eða eitthvað óhreint. Þvoðu hendurnar með því að bleyta þær með volgu vatni, notaðu sápu og nuddaðu lófa, handabak, hnúa, á milli fingra og fingurgóma. Gakktu úr skugga um að þú skrúbbir í 15-20 sekúndur. Að syngja lag eins og „Hún á afmæli í dag“ getur hjálpað til við að fylgjast með tímanum. Sjá mynd af handþvotti á heimasíðu Landlæknis: Mynd bls. 57: Neglur Ræðið mikilvægi þess að klippa neglurnar reglulega, best er að gera það eftir bað eða sturtu á 2–3 vikna fresti; þá eru þær ekki eins stökkar. Klippið þær þvert yfir annars er hætta á að neglurnar verði inngrónar. Við notum naglaþjöl til að skerpa brúnirnar á nöglunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=