Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 11 Miði 1. Nemandi spyr kennarann: „Hvað er klukkan?“ og leikur látbragðið út frá miðanum sem var dreginn (frekt t.d.). Aðrir nemendur giska. Miði 2. Nemandi spyr kennarann: „Má ég aðeins komast fram hjá þér?“ og leikur skv. miðanum sem var dreginn. Aðrir nemendur giska. Miði 3. Nemandi segir við kennarann að þetta sé þinn blýantur og leikur skv. miða sem var dreginn. Aðrir nemendur giska. Miði 4. Nemandi a) Gengur reiðilega um gólf. b) Stendur kyrr á reiðilegan hátt. c) Gengur um og er dapur. d) Stendur og er hræddur. e) Stendur kyrr og er ánægður. Mynd bls. 20: Að segja já en meina nei • Það er gott að vilja hjálpa öðrum. En að gera öðrum greiða af því að okkur finnst við verða að gera það getur stundum leitt til gremju, þreytu, eftirsjár og óánægju. • Ég stend sjálfa mig oft að því að gera hlutina illa af því að ég sagði já við einhverju sem ég vildi ekki gera. • Með því að segja já þegar þú vilt segja nei ertu að draga úr mikilvægi þínu og neita þér um rétt þinn til að segja nei. Það verður auðveldara að segja nei með æfingunni. Það er sjaldnast mjög erfitt og þú getur ekki dáið af því að segja nei! • Dæmi: Vinur þinn biður þig um að lána sér pening. Þú segir já en sérð eftir því af því þú veist að hann mun líklega ekki borga þér til baka. Ég hefði átt að segja nei, ég verð að vera ákveðinn næst og segja nei. Ræðið eftirfarandi: • Við höfum rétt á því að segja já og nei. • Með því að segja já og meina nei ertu að gera lítið úr þér. • Þegar við segjum nei þá erum við að hafna beiðni en ekki fólki. • Við getum notað nei og lifað það af! Ekki jafn slæmt og við höldum. ◌ Af hverju segir þú já þegar þú vilt segja nei? ◌ Hverjir eru gallar þess að segja já þegar við viljum segja nei? ◌ Hverjir eru kostir þess að segja nei þegar þú vilt ekki samþykkja beiðni? Að segja nei: • Öllum finnst erfitt að segja nei – dónalegt, eigingjarnt, ótti við að valda vonbrigðum. • Auðveldara og fljótlegra er að segja já – samt finnum við fyrir gremju og eftirsjá að samþykkja eitthvað sem við vildum ekki. • Segjum já af skyldurækni og setjum aðra í forgang – annars erum við sjálfselsk og tillitslaus. • Þarfir annarra mikilvægari. • Með því að segja nei erum við að koma fram af virðingu við okkar sjálf og viðurkenna okkar eigin réttindi og við verðum heiðarleg gagnvart öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=