Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

77 það. Allir vissu það. En voru flugmennirnir búnir að taka eftir honum? Hann hélt sínu striki. Gaf sér ekki tíma til að kíkja á hraðamælinn. Ef bíllinn og flugvélin lentu í árekstri á fullri ferð myndi örugglega kvikna í vélinni af því hún var full af bensíni. Kannski myndi hún springa. Og bíllinn líka. Þá myndu allir deyja. Er það betra? Úlfur hægði ferðina. Náði að hugsa skýrt eitt augnablik en samt fannst honum hann vera staddur í bíómynd. Hann ætlaði að teygja sig eftir poppinu en það var ekkert popp. Bara dauðans alvara beint fyrir framan hann. Hann var ekki í bíómynd. Flugvélin var komin á fleygiferð, eins og Úlfur. Hundrað metrar á milli þeirra, áttatíu, fimmtíu. Ætlaði flugmaðurinn ekki að bremsa? Hvað með Úlf? Hann bremsaði á sama tíma og flugmaðurinn. Og tók snarpa beygju. Við það valt bíllinn. Fór fjórar veltur, beint áfram og nálgaðist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=